VIRK - Viðmið fyrir heilsueflandi vinnustað

Fimmtudaginn 7. október nk. verða viðmið fyrir heilsueflandi vinnustað kynnt og vefsvæði opnað sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til að skapa heilsueflandi umhverfi fyrir starfsfólk sitt. Kynningunni verður streymt á vefsíðu VIRK.

Frá því snemma árs 2020 hafa viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustað verið í tilraunakeyrslu hjá nokkrum vinnustöðum. Nú er þeirri tilraunakeyrslu lokið og viðmiðin verða kynnt og gerð aðgengileg öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu með opnun sérstaks vefsvæðis þann 7. október milli kl. 14 og 16 í beinu streymi á vefsíðum VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlitsins. 

Heilsueflandi vinnustaður er hluti af VelVIRK forvarnarverkefninu sem unnið er í samstarfi við Vinnueftirlitið, Velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis og hefur það að markmiði að draga úr líkum á því að einstaklingar falli brott af vinnumarkaði vegna heilsubrests.