VIRK veitir annarsvegar styrki til rannsóknarverkefna eða annarra verkefna tengdum starfsendurhæfingu sem hafa það að markmiði að stuðla að uppbyggingu í starfsendurhæfingu og auka almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Hinsvegar veitir VIRK styrki til uppbyggingar- og þróunarverkefna í starfsendurhæfingu sem hafa það að markmiði að stuðla að aukinni fjölbreytni og framboði úrræða í starfsendurhæfingu á Íslandi og þróun þeirra.
Ákvarðanir um styrkveitingar eru teknar af framkvæmdastjórn VIRK tvisvar á ári, í mars og október, að fenginni umsögn frá sérfræðingum sjóðsins.
Nánari upplýsingar, stefnu og reglur varðandi umsóknir auk umsóknareyðublaða fyrir styrki til rannsókna og/eða þróunarverkefna má finna hér.