VIRK - Þurfti að læra að biðja um hjálp

Á heimasíðu VIRK eru allar almennar upplýsingar um starfsemi VIRK og starfendurhæfingarferilinn, upplýsingar fyrir atvinnurekendur og þjónustuaðila VIRK. Auk þess má finna allar helstu grunnupplýsingar um VIRK, viðtöl við atvinnurekendur og þjónustuaðila og reynslusögur þjónustuþega. Ný reynslusaga var að birtast við Sigurlaugu Ýr Sveinbjörnsdóttur, sem býr og starfar á Akureyri, þar sem hún segir frá reynslu sinni og árangri í starfsendurhæfingu.

Þar segir hún m.a. „Eitt er ég alveg viss um; ef ég hefði ekki komist í þjónustu hjá VIRK veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag. Hvort ég hefði yfirleitt komist aftur út á vinnumarkaðinn. Mér hefur tekist með heimaæfingum að halda olnboganum þokkalegum, í það minnsta þannig að ég get sinnt mínu starfi. Og ég fer í göngutúra á hverjum degi sem halda andlegri heilsu minni í góðu lagi. Staðan hjá mér nú er sem sagt góð.“