VIRK - Mjög mikil ánægja með ráðgjafa

Þegar þjónustuþegi lýkur starfsendurhæfingu hjá VIRK þá býðst honum að taka þátt í þjónustukönnun þar sem hann er beðinn um að svara spurningum um þjónustuna og einstaka þætti hennar. 

Niðurstöður þjónustukannana VIRK sýna að almennt telja þjónustuþegarnir að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra og að við lok þjónustu sé sjálfsmynd þeirra sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri. 

Mikil ánægja með þjónustu

Í þjónustukönnuninni kemur fram mikil ánægja með þjónustu VIRK. Árið 2020 voru 89% þjónustuþega ánægð með þjónustu VIRK, 5% hvorki né, en 6% voru óánægð með þjónustuna.

Frá marsmánuði 2020 var spurt sérstaklega að því hversu vel eða illa þjónustuþegum finnst VIRK hafa aðlagað þjónustuna að þörfum þeirra á tímum Covid-19 faraldursins og næstum 9 af hverjum 10 þjónustuþegum telja að VIRK hafi tekist vel að aðlaga þjónustuna erfiðum tímum.

Sjá nánar hér

VIRK ráðgjafar í Eyjafirði

Á Eyjafjarðarsvæðinu starfa fjórir ráðgjafar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, þær, Helga Þyri sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Kristín, Nicole og Svana. Þær eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu. Þær eru með aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri.
  • Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík á þriðjudögum. 
  • Svana er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð á miðvikudögum 
Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK. Hann er starfmaður Framsýnar, en starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri tvo daga í viku. Hann er með síma 464 6608 og netfangið virk@framsyn.is