VIRK - Hvað getur vinnustaðurinn gert til að auðvelda endurkomu til vinnu?

Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri atvinnutengingar hjá VIRK 

Rannsóknir í gegnum tíðina hafa gefið sterkar vísbendingar um jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Það að taka þátt í launaðri vinnu gefur lífinu merkingu. Í vinnu fær fólk tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum hvað varðar félagslegt framlag og öðlast viðurkenningu ásamt því að geta fullnægt ýmsum af okkar grunnþörfum eins og að eiga húsaskjól og að eiga í okkur og á. Atvinnuleysi, á hinn bóginn, tengist ýmsum heilsufarslegum og félagslegum vandamálum, svo sem lélegri líkamlegri heilsu og vanlíðan.

Fjarvera frá vinnustaðnum af heilbrigðisástæðum hefur áhrif á ýmsa hagsmunaaðila á mismunandi hátt; vinnuveitendur hafa áhyggjur vegna samdráttar á framleiðni, starfsmenn hafa áhyggjur af heilsu sinni og fjárhagslegu öryggi og félagslega velferðarkerfið hefur áhyggjur af kostnaði. Það hafa því allir áhuga á að koma að úrræðum sem auðvelda starfsmönnum endurkomu til vinnu (ETV).

Sjá nánar á heimasíðu VIRK