VIRK framúrskarandi fyrirtæki 2017

Creditinfo staðfesti nýverið að VIRK Starfsendurhæfingarsjóður er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2017, annað árið í röð. Á Eyjafjarðarsvæðinu starfa fjórir ráðgjafar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, þær, Elsa, Helga Þyri, Nicole og Svana. Þær eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu.

Eingöngu komu til greina þau fyrirtæki sem staðist hafa styrkleikamat Creditinfo og uppfylla ströng skilyrði sem lögð eru til grundvallar við greiningu á framúrskarandi fyrirtækjum 2017.

Af rúmlega 38.500 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 862 þeirra skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika eða 2.2% allra fyrirtækja landsins. VIRK er nr. 83 af þessum 862 fyrirtækjum og í 9. sæti fyrirtækja sem kona stjórnar. 

Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo:

Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
Er í lánshæfisflokki 1-3
Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
Eignir hafa a.n.k. 80 milljónum eða meira árin 2014 og 2015 og a.m.k. 90 milljónum króna árið 2016. 
Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo

Sjá viðurkenningarskjalið hér.