Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu og gildin eru fagmennska, virðing og metnaður.
Afraksturinn stefnumótunarvinnunar má sjá í stefnuskjalinu Virk framtíðarsýn og auk þess þá hafa helstu niðurstöður stefnumótunarvinnunnar verið teknar saman í bækling sem nálgast má á skrifstofum VIRK í Guðrúnartúninu og sjá má á rafrænu formi hér.
Ráðgjafar í starfsendurhæfingu
Á Eyjafjarðarsvæðinu starfa fjórir ráðgjafar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, þær, Elsa, Hildur Petra, Nicole og Svana. Þær eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu. Þær eru með aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri.
ATHUGIÐ!