„Ég þurfti að kljást við fordóma áður en ég leitaði aðstoðar. Ég er alinn upp við að menn eigi að bíta á jaxlinn og harka af sér. Ég áttaði mig á að ég var ekki sá eini sem var að glíma við svona veikindi. Þessi nýja sýn ásamt góðri þjálfun skilaði mér undraverðum bata.“
„Þeir sem glíma við svona veikindi ráða ekki við þau nema hafa einhvern með sér – og sú aðstoð fæst hjá VIRK. Þjónustan hjá VIRK nýttist mér gífurlega vel. Án þeirrar markvissu stefnu, eftirfylgni og svo þjálfunarinnar hjá Þraut væri ég ekki þar sem ég er í dag.“
Gunnar Ingvar Leifsson segir frá reynslu sinni og árangri í starfsendurhæfingu í viðtali á vefsíðu VIRK.
VIRK ráðgjafar í Eyjafirði
Á Eyjafjarðarsvæðinu starfa fjórir ráðgjafar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, þær, Helga Þyri sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Kristín, Nicole og Svana. Þær eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu. Þær eru með aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri.
- Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík á þriðjudögum.
- Svana er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð á miðvikudögum
Ágúst Sigurður Óskarsson starfar sem Atvinnulífstengill hjá VIRK. Hann er starfmaður Framsýnar, en starfar fyrir öll stéttarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu. Hann er með aðsetur á skrifstofu FVSA á 3. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri einn til tvo daga í viku. Hann er með síma 464 6608 og netfangið
virk@framsyn.is