VIRK Atvinnutenging: Aukum þátttöku – eflum samfélagið

VIRK Atvinnutenging er samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir um ráðningar á einstaklingum sem eru að ljúka starfsendurhæfingu. Á annað hundrað fyrirtæki og stofnanir hafa ritað undir samstarfsamning við VIRK um þátttöku í verkefninu.

Vel hefur gengið hjá atvinnulífstenglum VIRK að tengja saman einstaklinga við fyrirtæki og stofnanir út frá óskum beggja aðila. Ráðningar hafa gengið vel og bæði vinnuveitendur og nýju starfsmennirnir hafa lýst yfir ánægju með verkefnið.

Fyrirtæki og stofnanir sem áhuga hafa á að kynna sér verkefnið og nýta sér krafta VIRK, geta skráð sig á verumvirk.is og atvinnulífstenglar VIRK munu hafa samband í framhaldinu.

Sjá nánar um VIRK Atvinnutenging hér.

Á Eyjafjarðarsvæðinu starfa fjórir ráðgjafar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, þær, Elsa, Helga Þyri, Nicole og Svana. Þær eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu. Þær eru með aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri.

  • Elsa er með netfangið elsa@ein.is Elsa er verkefnastjóri á Eyjafarðarsvæðinu
  • Nicole er með netfangið nicki@ein.is
  • Helga Þyri er með netfangið helgabraga@ein.is
  • Svana er með netfangið svana@ein.is
  • Hægt er að ná í ráðgjafa og bóka viðtöl í síma 460 3600.

ATHUGIÐ!

  • Svana er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju í Fjallabyggð á miðvikudögum.
  • Nicole er með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík á þriðjudögum.