Nú um mitt árið 2019 hafa rúmlega 16.000 einstaklingar hafið starfsendurhæfingu á vegum VIRK frá stofnun starfsendurhæfingarsjóðsins árið 2008 og 2.600 einstaklingar eru nú í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK um allt land.
Árangur og ávinningur af starfsemi VIRK - fjárhagslegur og samfélagslegur - er mjög mikill þar sem hún hefur á undanförnum áratug skilað þúsundum einstaklinga í virka þátttöku á vinnumarkaði en 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi.
17,2 milljarðar króna ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2018 samkvæmt ráðgjafafyrirtækinu Talnakönnun sem metið hefur ávinning af starfseminni undanfarin sex ár, sama ár nam rekstrarkostnaður VIRK 3,1 milljörðum króna.
Þá sýna þjónustukannanir VIRK að þátttakendur eru undantekningalítið mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega bæði lífsgæði sín og vinnugetu.
Nánari upplýsingar um VIRK má finna hér.