Virðum störf hótelþerna!

Á vef Starfsgreinasambandsins segir að það er ekkert launungarmál að störf hótelþerna eru hótelgeiranum gríðarlega mikilvæg. Hótelþernur þurfa að axla mikla ábyrgð og álagið á þeim er oft á tíðum mjög mikið. En þrátt fyrir óumdeilt mikilvægi hótelþerna eru störf þeirra engu að síður vanmetin. Um þessar mundir standa alþjóðleg samtök launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði (IUF) og aðildarfélög þess fyrir átaki undir yfirskriftinni „Make my workplace safe“. Átakinu er m.a. ætla að vekja athygli á slæmum vinnuskilyrðum hótelþerna og um leið krefjast þess að hótel um heim allan viðurkenni og virði mikilvægi hótelþerna sem og réttindi þeirra og stéttarfélög.

Starfsgreinasambandið mun taka virkan þátt í átakinu næstu vikuna með greinarskrifum og dreifingu kynningarefnis, m.a. á Facebook og víðar.

-Bæklingur NU-HRCT vegna átaksins

#fairhousekeeping