Vinnustaðafundir

Á hverju ári fara starfsmenn félagsins á fjölmarga vinnustaðafundi á félagssvæðinu, en samkvæmt kjarasamningum eiga starfsmenn rétt á að halda tvo fundi á ári á launum á sínum vinnustað, klukkutíma í senn. Slíkur fundir verða þó að vera í samráði og með leyfi yfirmanna. Í gær fór einn slíkur fram í Giljaskóla á Akureyri en þar mætti Björn formaður ásamt Hafdísi sem er lögfræðingur og þjónustufulltrúi hjá félaginu.

Ekkert þarf að vera að á vinnustaðnum til að halda svona fund. Það er mjög mikilvægt að hitta félagsmenn, gefa upplýsingar og ekki síður að svara fyrirspurnum frá þeim. Oftast eru það formaður og/eða varaformaður félagsins sem mæta á slíka fundi en einnig er hægt að óska eftir að fulltrúi frá Virk endurhæfingarsjóði mæti líka.

Þeir sem áhuga hafa á að halda vinnustaðafund er bent á að hafa samband við félagið í síma 460 3600 eða senda póst á bjorn@ein.is eða annajul@ein.is.