Vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu

Í Fréttablaðinu í dag og á er fjallað um vinnumansal í íslenskri ferðaþjónustu og sjálfboðaliðastörf. Þar kemur m.a. fram að Báran stéttarfélag sé að skoða hátt í tuttugu mál innan ferðaþjónustunnar á Suðurlandi er varða svarta starfsemi eða misneytingu starfsfólks. Eitt vinnumansalsmál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

"Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar og hún bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda."

„Þetta er ein alvarlegasta birt­ingar­mynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góð­gerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“

Greinina í heild má lesa hér

Eining-Iðja er líka að skoða um 15 til 20 mál eða staði er tengjast m.a. vefsíðunni workaway.info og hvetur félagið alla sem vita um svarta atvinnustarfsemi eða staði þar sem sjálboðaliðar eru við störf að láta vita. Fullum trúnaði heitið.