Í gær fór fram fyrsti fundur í samninganefnd félagsins eftir að ný nefnd var kosin á fundi trúnaðarráðs þann 4. september sl. Um var að ræða vinnufund þar sem Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, sagði stuttlega frá stöðunni sem uppi er varðandi samningamálin. Að því loknu var nefndinni skipt upp í hópa eftir samningum og starfssviði og fór hver hópur yfir kröfugerðir félagsins og einnig kröfugerð SGS sem gerðar voru fyrir síðustu samninga. Að því loknu var kosið í undirnefndir einstakra samninga og var eftirfarandi listi samþykktur samhljóða.
Tillaga um fulltrúa Einingar-Iðju inn í vinnuhópa SGS fyrir samninganna 2015 lögð fram á fundi samninganefndar þann 15. september 2014.
Auk þess verða Björn Snæbjörnsson og Anna Júlíusdóttir fulltrúar félagsins í þeim samningaviðræðum sem verða hvort sem það er á vegum SGS eða félagsins sjálfs, þá ásamt trúnaðarmönnum hjá viðkomandi fyrirtækjum.