Nú stendur yfir á Illugastöðum vinnudagar stjórnar félagsins ásamt nokkrum starfsmönnum þess. Vinnan hófst kl. 12 í dag og lýkur eftir hádegi á morgun. Björn formaður byrjaði dagskránna með því að fara yfir stöðuna í dag.
Ásgrímur upplýsingafulltrúi fór yfir ýmislegt er tengist kynningum félagsins, m.a. heimasíðuna og síðua félagsins á Facebook. Björn sagði líka frá fundi þar sem nokkrir ungir félagsmenn voru kallaðir til, til að fara yfir starfsemina.
Karl Eskil Pálsson kom á fundinn og sagði frá þeirri vinnu sem fram fór er N4 bjó til þrjú kynningarmyndbönd fyrir félagið.
Núna er Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, að fjalla um hvernig félagið er að birtast á samfélagsmiðlum.
Á eftir mun Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, fjalla um hlutverk stéttarfélaga í breyttum heimi vinnunar.
Á morgun sjá Guðrún Ágústa og Eyrún Valsdóttir, deildarstjóri MFA fræðsludeildar ASÍ, um hópavinnu þar sem hugað verður um framtíðina er kemur að verkalýðsmálum og eins hvernig vinnuumhverfið verði eftir 20 ár.