Vinningshafar úr jólablaði Einingar-Iðju

Búið er að draga úr fjölmörgum réttum innsendum lausnum verðlaunagetraunar og verðlaunakrossgátu sem birtust í jólablaði Einingar-Iðju í desember sl.
Dómnefnd er að fara yfir vísur sem bárust í leiknum Botnaðu nú! Vinningshöfum í þeim leik verða tilkynnt úrslit fyrir lok janúar.

Rétt svar í verðlaunagetrauninni, þar sem spurt var: Í stjórn félagsins eru 11 stjórnarmenn. Hve margar konur sitja í stjórninni? var svar númer 3: 7 konur.

Rétt lausnarorð í verðlaunakrossgátunni var: Og söngurinn er fagur er börnin halda jól.

Á myndinni má sjá Heimi Kristinsson, varaformann Byggiðnar, sem var fenginn til að draga út nöfn heppinna vinningshafa en fjölmargir sendu inn réttar lausnir. Nöfnin sem Heimir dró eru eftirfarandi:

Krossgáta
Þrjú gjafakort frá Leikfélagi Akureyrar alls að verðmæti kr. 13.200
Ragnar Stefán Brynjarsson

Gjafabréf frá Strikinu að verðmæti kr. 10.000.
Sigrún Bernharðsdóttir

Vöruúttekt að verðmæti kr. 10.000 í Nettó.
Stefán Árnason


Getraun
Vöruúttekt að verðmæti kr. 20.000 í Nettó.
Svandís Geirsdóttir

Þrjú gjafakort frá Leikfélagi Akureyrar alls að verðmæti kr. 13.200
Erla Hrönn Ásmundsdóttir

Gjafabréf frá Strikinu að verðmæti kr. 10.000.
Jónína Ketilsdóttir

Eining-Iðja óskar vinningshöfunum til hamingju. Haft verður samband við þá við fyrsta hentugleika.