Vinningshafar úr jólablaði Einingar-Iðju

Heba að draga út nöfn vinningshafa
Heba að draga út nöfn vinningshafa

Búið er að draga úr fjölmörgum réttum innsendum lausnum verðlaunagetraunar og verðlaunakrossgátu sem birtust í jólablaði Einingar-Iðju í desember sl.

Rétt svar í verðlaunagetrauninni, þar sem spurt var: Hver er ritari í stjórn Einingar-Iðju? var svar númer 2: Halldóra H. Höskuldsdóttir.

Rétt lausnarorð í verðlaunakrossgátunni var: Heyra má , himnum í frá, englasöng, allelújá.

Á myndinni má sjá Hebu Finnsdóttur, einn af eigendum veitingastaðarins Striksins, sem var fengin til að draga út nöfn heppinna vinningshafa en fjölmargir sendu inn réttar lausnir. Með henni á myndinni eru Anna Júlíusdóttir, varaformaður félagsins, sem sá til þess að allt færi rétt fram og Sigrún Lárusdóttir, skrifstofustjóri félagsins, sem skráði niður nöfnin sem Heba dró, en þau eru eftirfarandi:

Krossgáta
1. verðlaun. Vikudvöl í orlofshúsi í eigu Einingar-Iðju að eigin vali sumarið 2013.
Oddný Hjaltadóttir, Akureyri

2. verðlaun. Gjafabréf frá Strikinu að verðmæti kr. 10.000.
Helena Hilmarsdóttir, Hrísey

3. verðlaun. Vöruúttekt að verðmæti kr. 10.000 í Nettó.
S. Auður Þorsteinsdóttir, Akureyri

4. verðlaun. Helgardvöl á Illugastöðum að vetri til, í orlofshúsi í eigu Einingar-Iðju.
Valdís Eyja Pálsdóttir, Akureyri


Getraun
1. verðlaun. Vöruúttekt að verðmæti kr. 20.000 í Nettó.
Andrés Óskarsson Akureyri

2. verðlaun. Gjafabréf frá Strikinu að verðmæti kr. 10.000.
Stefán Jónsson Akureyri

3. verðlaun. Helgardvöl á Illugastöðum að vetri til, í orlofshúsi í eigu Einingar-Iðju.
Fríða Sigurðardóttir, Siglufirði

Eining-Iðja óskar vinningshöfunum til hamingju. Haft verður samband við þá við fyrsta hentugleika.