Á aðalfundi félagsins sem haldinn var sl. fimmtudag var efnt til happdrættis. Nöfn allra, sem mættu á fundinn voru sett í kassa og svo voru nöfn fjögurra heppinna Einingar-Iðjufélaga dregin út.
- Aðalvinning kvöldsins fékk Rósant Grétarsson, en það var gjafabréf á Sigló hótel að verðmæti kr. 40.400 sem kallast Klassísk Sigló með kvöldverði að hætti Sunnu: Gisting í Classic herbergi með morgunverði og rómantískum þriggja rétta óvissukvöldverð á veitingastaðnum Sunnu. Gildir fyrir tvo og er gildistíminn frá 1. október til 30. apríl.
- Birna Harðardóttir og Sigurbjörg Ingvadóttir fengu sitthvort gjafakortið að upphæð kr. 10.000 frá Menningarfélagi Akureyrar sem nota má við miðakaup á alla viðburði í Hofi eða í Samkomuhúsinu, í hönnunarversluninni Kistu og á veitingastaðnum 1862 Nordic Bistro.
- Rannveig Kristmundsdóttir fékk bakpoka merktan Einingu-Iðju, en í honum voru allskyns munir frá félaginu.