Vinnan er tímarit sem Alþýðusambandið gaf fyrst út árið 1943. Í fyrsta tölublaðið skrifuðu m.a. Halldór Laxness og Steinn Steinarr. Þessir jöfrar íslenskra bókmennta gáfu tóninn en síðan hafa margir mætir menn komið að útgáfunni sem hefur verið nær sleitulaus allan þennan tíma. Í fyrra breyttist VINNAN í vefrit og kom nýjasta tölublað þess á vefinn í dag. Efnistök eru fjölbreytt eins og sjá má í listanum hér fyrir neðan.
- Ávarp forseta ASÍ á 1. maí (grein + podcast þar sem Drífa Snædal les ávarpið)
- Stytting vinnuvikunnar – Margeir Steinar Ingólfsson frá Hugsmiðjunni og Særún Ármannsdóttir leikskólastjóri segja frá sinni reynslu (myndband)
- Allsnægtarkenningin - Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur skrifar um jöfnuð og mannvirðingu (grein)
- Formaðurinn spurði hvort hvort ég vildi ekki fá borgað fyrir þetta tuð - Bergvin Eyþórsson og Hjalti Tómasson í hlaðvarpsspjalli um stéttarfélög, vinnumarkaðinn og allskonar
- Við erum ótrúlega spennt - Katrín Einarsdóttir verðandi leigjandi hjá Bjargi (grein)
- Ertu með vinnuna í vasanum? - Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur og Ingibjörg Loftsdóttir frá VIRK segja frá mikilvægi þess að skilja á milli vinnu og einkalífs (myndband)
- Minnkaðu matarsóun og sparaðu pening í leiðinni - Verðlagseftirlit ASÍ kemur með góð ráð til að minnka matarsóun (grein)
- Um tíma leigði ég með 9 manns - Flora Fernández segir frá reynslu sinn af íslenskum vinnumarkaði (grein)
- Heimurinn er betri nú en fyrir 100 árum - Magnús M . Norðdahl lögfræðingur ASÍ sem er fyrsti Íslendingurinn til að setjast í stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, segir frá þessari elstu stofnun Sþ. (myndband)
- Brauðstrit og barátta í dúr og moll - Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur fjallar um verkalýðsbaráttu í íslenskum dægurlagatextum 1950-1980 (grein með playlista á Spotify)
Hér finnið þið blaðið