Vinnan er tímarit sem Alþýðusambandið gaf fyrst út árið 1943. Í fyrsta tölublaðið skrifuðu m.a. Halldór Laxness og Steinn Steinarr. Þessir jöfrar íslenskra bókmennta gáfu tóninn en síðan hafa margir mætir menn komið að útgáfunni sem hefur verið nær sleitulaus allan þennan tíma. VINNAN er nú vefrit og kom nýjasta tölublað þess á vefinn í síðustu viku.