Viltu koma með?

Vegna forfalla eru tvö sæti laus í innanlandsferð félagsins 12. til 15. ágúst nk. Áhugasamir geta haft samband við félagið í síma 460 3600. Nánar má lesa um ferðina hér fyrir neðan.

Stykkishólmur-Flatey-Patreksfjörður-Látrabjarg

Síðsumarsferð Einingar-Iðju verður farin dagana 12. til 15. ágúst 2012. Ekið verður eins og leið liggur til Stykkishólms. Fyrstu nóttina verður gist í Félagsheimilinu Skildi Næst verður siglt út í Flatey og þar dvalið meiri hluta dags en farið með Baldri yfir á Brjánslæk. Gist næstu tvær nætur í gistiheimilum á Patreksfirði. Á þriðja degi verður farið út á Látrabjarg komið við í Breiðuvík og síðan farið niður á Rauðasand. Á fjórða degi verður haldið heim á leið um Barðaströnd og Dali. Fararstjóri verður Björn Snæbjörnsson, bílstjóri Sveinn Sigurbjarnarson og leiðsögumaður Jóhann Svavarsson frá fyrirtækinu Umfar ehf sem sérhæfir sig í leiðsögn um Vestfirði. Ferðin kostar 35.000 krónur á mann og innifalið er allur akstur, svefnpokagisting og leiðsögn. Grillað verður eitt kvöld og þá lagt til grillkjöt og kartöflusalat. Að öðru leyti verður fólk að nesta sig sjálft. Óafturkræft staðfestingargjald er 8.000 krónur.