Fyrr á árinu gaf félagið út bókina „Til starfs og stórra sigra“ – Saga Einingar-Iðju 1906-2004.
Nú er hægt að kaupa eintak af þessu glæsilega riti á skrifstofum félagsins á sérstöku jólatilboði. Verð bókar í desember er einungis kr. 8.000.
Til starfs og stórra sigra fjallar um 100 ára sögu verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju og er um 400 síður að stærð í stóru broti, prýdd fjölda ljósmynda sem margar hverjar hafa ekki birst áður opinberlega.
Bókin var að öllu leyti unnin hér fyrir norðan, þ.e. öll prentun, umbrot, myndvinnsla o.fl. og sá Ásprent um prentun og frágang.
Jón Hjaltason sagnfræðingur var að ritun bókarinnar í fjögur ár ásamt þriggja manna ritnefnd, skipuð þeim Braga V. Bergmann, frá Fremri almannatengslum, Sigrúnu Lárusdóttur, skrifstofustjóra Einingar-Iðju, og Þorsteini E. Arnórssyni, starfsmanni félagsins um áratuga skeið.