Á vef ASÍ segir að í greinargerð með framlagðri tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu til ársins 2026 er að finna villandi staðhæfingar um launaþróun á Íslandi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um fjármálastefnuna og fjallað er um í nýjasta mánaðaryfirliti sviðs stefnumótunar og greininga.
Í greinargerðinni er staðhæft að hlutfall launa í verðmætasköpun hér á landi sé ekki í samræmi við þróun í samanburðarlöndum. Hagfræðingar ASÍ segja þetta rangt og sýna fram á að hlutur launa í verðmætasköpun sé sambærilegur við Danmörku og lægri en í Sviss og Þýskalandi.