Í dag, mánudaginn 13. janúar, munu viðræðunefndir SGS og Eflingar annars vegar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar funda hjá Ríkissáttasemjara. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan 19. desember sl. Mikil óþolinmæði er komið í fólk í félögum innan SGS vegna þess seinagangs sem hefur verið í viðræðunum og ljóst að það verður að breytast á næstu dögum. Búast má við að fundað verði í viðræðum SGS/Eflingar og samninganefndar ríkisins síðar í þessari viku, en sá fundur hefur enn ekki verið boðaður.
Eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi þá hefur vinna í vinnuhópi um málefni vaktavinnufólks farið fram meðfram viðræðunum, en í þeim hópi sitja fulltrúar frá SGS, BSRB, BHM og Félags hjúkrunarfræðinga og frá samninganefndum ríkisins, sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar. Sú vinna hefur gengið seinlega og tafið viðræðurnar óeðlilega mikið.
Ljóst er að á næstu dögum ræðst hvernig mál þróast og afar mikilvægt að fólk fari að sjá til lands í þessum mikilvægu kjarasamningum.