Víða miklar hækkanir á leikskólagjöldum milli ára

Mynd af vef ASÍ
Mynd af vef ASÍ

Úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 20 stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að leikskólagjöld, 8 tíma vistun m. fæði, hækkuðu hjá 17 sveitarfélögum af 20. Fjórtán sveitarfélög hækkuðu gjöld á bilinu 3 -5,7%, þar af hækkuðu gjöld umfram 4% hjá átta sveitarfélögum. Mest hækkuðu almenn gjöld (gjöld án afslátta), 8 tímar m. fæði, hjá Ísafjarðarbæ, 5,7% en lækkuðu mest hjá Mosfellsbæ, 3,6%. Sömu gjöld fyrir einstæða foreldra hækkuðu einnig mest hjá Ísafjarðarbæ, 6,7% en lækkuðu mest hjá Fjarðabyggð, 3,5%. Verðlagseftirlit ASÍ hefur nú gert aðgengilegt nýtt gagnvirkt mælaborð með tölulegum upplýsingum um leikskólagjöld. Mælaborðið má nálgast á www.asi.is/leikskólagjöld

Sjá nánar hér