Frá og með 1. ágúst sl. geta félagsmenn pantað orlofshús og orlofsíbúðir félagsins fram í miðjan desember. Hægt er að hringja í félagið og panta en best er að sjá hvaða hús eru laus, panta og ganga frá greiðslu á Félagavefnum.
Félagsmönnum standa til boða í vetur sex góðir valkostir í orlofsmálum. Hér er um að ræða dvöl í orlofshúsum
á Illugastöðum, Tjarnargerði, Svignaskarði og Einarsstöðum og orlofsíbúðir félagsins í Reykjavík og á
Egilsstöðum.
Það eru ekki dregnir af punktar í vetrarleigu, nema þegar um er að ræða tímabilin jól og áramót og svo um páska. Það
þarf að sækja um þau tímabil og er þeim úthlutað eftir punktainneign viðkomandi.