Eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks þann 2.október sl. viljum við biðja alla þá sem verða varir við slæma meðferð á erlendu starfsfólki eða hafa grun um slíkt, að láta sig málið varða. Það kom fram í þættinum að stórum hluta erlendra starfsmanna eru greidd strípuð lágmarkslaun eða langt undir kjarasamningum sem þeim eiga þó að vera tryggð samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum skuldbindingum. Undirboð, þrælahald og skattsvik eru að grafa um sig á íslenskum vinnumarkaði. Fólki er sýnd alger lítilsvirðing og oft boðið upp á aðstæður sem engum myndi detta í huga að bjóða íslenskum starfsmönnum. Flest af þessu fólki er ekki í aðstöðu til að kynna sér réttindi sín eða er beinlínis bannað að leita sér upplýsinga, að öðrum kosti missi það bæði vinnu og húsnæði. Við skorum á fólk að láta vita og vekja athygli annarra á þessum pósti.
Það má tilkynna nafnlaust á hnappinn á Einnréttur, ekkert svindl eða hreinlega setja sig í samband við stéttarfélagið á svæðinu.
Hér er linkur á fréttaskýringaþáttinn KVEIK
Við skorum á fólk að láta vita og vekja athygli annarra á þessum pósti með því að deila honum !