Í síðasta Vikudegi má finna eftirfarandi grein eftir Björn Snæbjörnsson, formann félagsins, þar sem stiklað er á nokkrum grunnatriðum sem vert er að hafa í huga, þegar fólk vegur og metur hlutverk stéttarfélaga.
Tíðar fréttir af brotum á kjarasamningum eru áberandi og þess vegna er mikilvægt að allt launafólk hugi vel að réttindum sínum og fái réttar upplýsingar.
Stéttarfélög gegna ríku hlutverki í þessum efnum. Í þessari grein verður stiklað á nokkrum grunnatriðum sem vert er að hafa í huga, þegar fólk vegur og metur hlutverk stéttarfélaga.
Starfsemi Einingar-Iðju
Félagssvæði Einingar-Iðju er Akureyri, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og allir hreppar Eyjafjarðarsýslu. Ennfremur Svalbarðsstrandar- og Grýtubakkahreppur í Suður-Þingeyjarsýslu. Félagið skiptist í þrjár starfsgreinadeildir, þannig nýtast kostir stórra og smærri félaga.
Aðalskrifstofan er á Akureyri en einnig eru reknar skrifstofur á Dalvík og í Fjallabyggð. Á skrifstofunum er kappkostað að veita sem bestan aðgang að upplýsingum og þjónustu sem óskað er eftir, auk þess að heimasíða félagsins er stöðugt uppfærð.
Helstu verkefni
Félagið stendur eftir bestu getu vörð um hagsmunamál allra þeirra sem starfa á félagssvæðinu og falla undir kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands og þá sérsamninga sem félagið gerir. Helstu verkefni félagsins eru eftirfarandi:
Á skrifstofum félagsins er hægt að sækja ýmsar upplýsingar og aðstoð við allt sem við kemur vinnu og skyldu launafólks og atvinnurekenda:
Þessi listi er ekki tæmandi en gefur ágæta mynd af helstu verkefnum og starfsemi félagsins. Margs konar félags- og fræðslustarf fer fram innan Einingar-Iðju.
Ég hvet félagsmenn til að leita til félagsins, starfsfólkið leggur sig fram um að veita persónulega og góða þjónustu. Fullum trúnaði er gætt í öllum málum og ekkert er gert í málum viðkomandi nema að hann óski eftir því.
Svæðaskipting félaga
Rétt er að benda á að stéttarfélög starfa á ákveðnum svæðum. Eins og fyrr segir nær félagssvæði Einingar-Iðju yfir Eyjafjarðarsvæðið. Þeir sem vinna eftir samningum sem félög eru aðilar að, eiga að greiða sitt félagsgjald til viðkomandi félags á starfssvæðinu. Með þessu fyrirkomulagi er auðveldara að leysa úr öllum málum sem upp kunna að koma. Allt of mörg dæmi eru um að torvellt hefur verið að vinna að lausn mála fólks sem vinnur utan svæðis síns félags.
Af hverju að borga í félag sem getur e.t.v. ekki hjálpað viðkomandi ef á reynir. Mikilvægt er að hafa þetta allt saman í huga þegar aðild að stéttarfélagi er ákveðin.
Vert er að benda á að ef viðkomandi færir sig á milli stéttarfélaga innan ASÍ þá haldast áunnin réttindi.
Höfundur er formaður Einingar-Iðju