Verkfall hefst næsta fimmtudag kl. 12 á hádegi

Eining-Iðja, ásamt 15 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins, mun hefja verkallsaðgerðir kl. 12 á hádegi næsta fimmtudag. Þá munu um 10.000 manns leggja niður störf víðs vegar um landið. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist um skipulag aðgerðanna, þ.e. dagsetningar verkfallsins, en skipulagið er eftirfarandi:  
 

30. apríl 2015 

Allsherjarvinnustöðvun frá klukkan12:00 á hádegi til miðnættis sama dag. 

6. maí 2015 

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí). 

7. maí 2015 

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí). 

19. maí 2015 

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí). 

20. maí 2015 

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí). 

26. maí 2015 

Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.