Verkfall hefst á miðnætti

Samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittust á sáttafund í hjá Ríkissáttasemjara klukkan 11 í morgun. Fundi lauk kl. 12:30 án þess að samningar næðust en næsti fundur var boðaður kl. 13:30 næsta föstudag.

Næsta lota verkfallsaðgerða mun því hefjast hjá Einingu-Iðju, ásamt 15 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins, á miðnætti í kvöld. Þessi lota mun standa til miðnættis 7. maí. Um 10.000 félagsmenn innan SGS munu því leggja niður störf víðs vegar um landið. Þetta eru ræstingafólk, starfsfólk í kjöt- og fiskvinnslu, atvinnubílstjórar og ófaglært starfsfólk sem sinnir ýmsum störfum í ferðaþjónustu svo sem við þrif á hótelum og á veitingastöðum svo eitthvað sé nefnt.

Skipulag næstu verkfalla er eftirfarandi:

6. maí 2015

Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).

7. maí 2015

Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).

19. maí 2015

Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).

20. maí 2015

Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).

26. maí 2015

Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.