Næsta lota verkfallsaðgerða mun því hefjast hjá Einingu-Iðju, ásamt 15 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins, á miðnætti í kvöld. Þessi lota mun standa til miðnættis 7. maí. Um 10.000 félagsmenn innan SGS munu því leggja niður störf víðs vegar um landið. Þetta eru ræstingafólk, starfsfólk í kjöt- og fiskvinnslu, atvinnubílstjórar og ófaglært starfsfólk sem sinnir ýmsum störfum í ferðaþjónustu svo sem við þrif á hótelum og á veitingastöðum svo eitthvað sé nefnt.
Skipulag næstu verkfalla er eftirfarandi:
6. maí 2015 |
Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí). |
7. maí 2015 |
Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí). |
19. maí 2015 |
Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí). |
20. maí 2015 |
Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí). |
26. maí 2015 |
Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015. |