Verkefni SGS og samstarfsaðila fékk styrk úr Jafnréttissjóði

Nýlega hlaut Starfsgreinasamband Íslands, ásamt AkureyrarAkademíunni, Jafnréttisstofu og JCI Sprota, styrk úr Jafnréttissjóði til verkefnisins „Konur upp á dekk!“. Í ársbyrjun stóðu þrír síðarnefndu aðilarnir fyrir vel heppnuðu námskeiði undir yfirskriftinni „Konur upp á dekk! og í framhaldinu var ákveðið að þróa verkefnið enn frekar með aðkomu Starfsgreinasambandsins. 

Starfsgreinasambandið og tilheyrandi samstarfsaðilanir ákvaðu því í sameiningu að sækja um styrk í Jafnréttissjóð Íslands til að standa fyrir sambærilegum námskeiðum á sex stöðum á landinu sem verða sérsniðin að konum í verkalýðshreyfingunni. Meginmarkmið námskeiðanna er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna bæði innan og í forystu verkalýðshreyfingarinnar en mjög hallar á konur á þessu sviði.

Á vef SGS segir að Starfsgreinasambandið er stolt af því að taka þátt í verkefni sem þessu – verkefni sem mun vonandi stuðla að aukinni þekkingu og framþróun þegar kemur að jafnrétti kynjanna í okkar samfélagi. Það eru spennandi tímar framundan!