Undanfarin ár hefur Eining-Iðja fengið Gallup til að gera umfangsmiklar viðhorfs- og kjarakannanir meðal félagsmanna. Þessar kannanir eru sambærilegar könnunum sem nokkur önnur félög innan verkalýðshreyfingarinnar hafa látið gera. Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar ársins.
Í könnuninni voru margir þættir kannaðir, m.a. var spurt um hvort verkalýðshreyfingin eigi að taka skýra afstöðu og jafnvel forysti í umræðu um tiltekin samfélagsmál. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi verið afgerandi, 91,7% sögðu já. Mesta áherslu ætti að leggja á skattamál, heilbrigðismál, vaxtastig og húsnæðismál.
Þegar spurt var hvort verkalýðshreyfingin gegni mikilvægu eða lítilvægu hlutverki í samfélaginu í dag sögðu 85,4% mjög mikilvægu eða mikilvægu en einungis 4,5% svöruðu lítilvægu.
Niðurstöðurnar eru afar gagnlegar fyrir félagið því markmiðið er alltaf að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna, svo sem með því að semja um kaup og kjör og bættan aðbúnað við vinnu. Einnig þarf að gæta þess að áunnin réttindi séu virt.
Stjórn félagins vill þakka öllum þeim sem þátt tóku í launakönnun félagsins í ár.