Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hefði verið lögleg. Samtök atvinnulífsins kærðu atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Samtökin töldu að atkvæðagreiðslan væri ólögleg þar sem allir félagsmenn gátu greitt atkvæði um verkfall en ekki aðeins þeir sem myndu fara í verkfall. Einn af fimm dómurum Félagsdóms skilaði séráliti og taldi verkfallið ólöglegt.
ATHUGIÐ!
Umrædd verkfallsboðun gildir eingöngu fyrir félagsmenn Eflingar og á félagssvæði Eflingar. Boðunin gildir ekki fyrir félagsmenn á starfs- og félagssvæði Einingar-Iðju. Upplýsingar um verkfall Eflingar má finna hér.