Verðlagseftirlit ASÍ - Yfir 100% munur á algengum heimilis- og byggingavörum í byggingaverslunum

Yfir 100% munur var á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ í byggingaverslunum þar sem verð á algengum heimilisvörum, efni í pallasmíði, málningarvörum, verkfærum, bílavörum og byggingavörum var skoðað. Sem dæmi var 198% munur á hæsta og lægsta verði á fjöltengi, 171% verðmunur á hefðbundnum strákústi og 165% verðmunur á 3 metra HDMI snúru. Þá var 177% verðmunur á sandpappír, 46% verðmunur á alhefluðu Lerki sem er mikið notað í pallasmíði og 209% verðmunur á lægsta stk. verði af ryðfríum trjáskrúfum.

Sjá nánar hér