Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru þann 8. september síðastliðinn.
Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 94 tilvikum en Krónan næst oftast, í 12 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið, í 44 tilvikum en Hagkaup næst oftast eða 39 sinnum, Fjarðarkaup 26 sinnum og Kjörbúðin í 24 tilvikum.
Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á mörgum vörum í könnuninni. Algengast var að munur á hæsta og lægsta verði á matvöru og öðrum heimilisvörum væri undir 20% eða í 48 tilfellum af 135. Í 32 tilvikum var 20-40% munur á hæsta og lægsta verði, í 31 tilviki 40-60% og í 24 tilvikum var yfir 60% verðmunur.