4. flokkur
Verðlagseftirlitið bar saman gjaldskrá fyrir 4. flokk eða 12 og 13 ára börn. Dýrast er að æfa hjá ÍA en þar kostar
mánuðurinn 7.333 kr. eða 36.667 kr. fyrir 5 mánuði á vorönn. Ódýrast er að æfa hjá KA en þar kostar mánuðurinn
4.667 kr. eða 23.333 kr. vorönnin. Verðmunurinn er 57% eða 13.333 kr.
6. flokkur
Verðlagseftirlitið bar einnig saman gjaldskrá fyrir 6. flokk eða 8 og 9 ára börn. Dýrast er að æfa hjá ÍA en þar kostar
mánuðurinn 6.667 kr. eða 33.333 kr. fyrir 5 mánuði á vorönn. Ódýrast er að æfa hjá KA en þar kostar mánuðurinn
3.778 kr. eða 18.889 kr. vorönnin. Verðmunurinn er 76% eða 14.444 kr.
Sem dæmi um árgjald fyrir 6. flokk á tímabilinu 1.10.13-30.9.14 þá kostar árið hjá Íþróttafélaginu Fylki 57.000 kr., hjá FH 62.000 kr. og Breiðablik 69.800 kr. Árgjald fyrir árið 2014 hjá 4. flokki kostar 75.000 hjá Knattspyrnufélaginu Víkingi, hjá KR 62.000 kr. og hjá ÍA 88.000 kr.
Auk þess ber að athuga að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjálfun sem er í boði á æfingum íþróttafélaganna er ekki metin. Verðlagseftirlitið tekur heldur ekki tillit til fjáröflunar sem íþróttafélögin standa fyrir og eða styrkja frá sveitarfélögunum, hvorki æfingagallar, né keppnisgjöld eru með í gjaldinu sem borið er saman.
Sjá nánar í töflu.