Á heimasíðu ASÍ segir að vísitala neysluverðs lækkar um 0,06% milli mánaða og mælist ársverðbólga í janúar 4,3% samanborið við 3,6% i desember. Vísitala án húsnæðis lækkar um 0,24% frá desember 2020.
Janúarútsölur hafa nokkur áhrif á vísitöluna sem sýnir sig m.a. í verðlækkunum á fötum og skóm og húsgögnum og heimilisbúnaði. Áhrif janúarútsala eru þó töluvert á þessu ári en venjan er. Húsnæði, hiti og rafmagn hækkar nokkuð milli mánaða auk þess sem nokkrar hækkanir eru á opinberri þjónustu.