Vísitala neysluverðs hækkar um 0,39% milli mánaða og mælist verðbólgan í september því 3,5% samanborið við 3,2% í ágúst. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,53% milli mánaða og er 3,9% samanborið við 3,4% í ágúst.
Húsgögn og heimilisbúnaður og bílar mest áhrif til hækkunar
Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hefur liðurinn húsgögn og heimilsbúnaður sem hækkar um 4% milli mánaða (áhrif á vísitölu 0,21%) en þar vegur 6,67% hækkun á raftækjum þyngst. Bílar hækkuðu um 2,29% (áhrif 0,12%) og þá hefur hækkun á fötum og skóm um 1,7% (áhrif 0,06%) töluverð áhrif til hækkunar á vísitölunni en hana má að mestu rekja til 2,09% hækkunar á fatnaði. Tómstundir og menning hækkar um 0,46% (áhrif 0,05%) sem má rekja til hækkunar á sjónvörpum, myndböndum, tölvum og tækjum til móttöku og upptöku. Matur og drykkjarvara hækkar um 0,11% milli mánaða (áhrif 0,02%).
Flugfargjöld og rekstur ökutækja mest áhrif til lækkunar
Mest áhrif til lækkunar á vísitölunni hefur 4% lækkun á flutningum í lofti (áhrif á vísitölu -0,07%) sem má rekja til 3,2% lækkun á flugfargjöldum til útlanda og 8,9% lækkun á flugfargjöldum innanlands. Rekstur ökutækja lækkar um 0,4% (áhrif -0,03%) og þá lækkar kjöt um 1,2% (áhrif -0,03%) sem má rekja til 3,1% lækkunar á nautakjöti auk 2% lækkunar á fuglakjöti. Hótel og veitingastaðir lækka um 0,3% (áhrif 0,33%) sem má að mestu rekja til 8,35% lækkunar á þjónustu hótela og gistiheimila.
Í töflunni hér að neðan má sjá þá liði sem hafa mest áhrif til lækkunar og hækkunar á vísitölunni. Liðirnir vega misþungt og hafa því mismikil áhrif á vísitöluna.
Súluritið sýnir þá liði sem hækka og lækka mest milli mánaða.
Í þessu súluriti má síðan sjá breytingu á vísitölunni milli mánaða eftir eðli og uppruna.