Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% í október og var 511,2 stig samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtust í síðustu viku og voru til umfjöllunar í mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar. Verðbólga jókst milli mánaða og hækkaði úr 4,4% í 4,5%. Verðbólga jókst einnig sé litið framhjá áhrifum húsnæðiskostnaðar og mælist hún nú 3,0%.