Velferðarsjóður - Opið fyrir umsóknir

Átt þú eftir að sækja um jólaaðstoð?

Miðvikudaginn 20. nóvember sl. var opnað fyrir rafrænar umsóknir um jólaaðstoð 2024 hjá Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðis, sjá nánar á heimasíðu sjóðsins.

Milli kl. 10:00 og 13:00 dagana 25. og 26. nóvember og 2. og 3. desember var og verður einnig hægt að sækja um í gegnum síma 570 4270. 

Opið er fyrir rafrænar umsóknir til og með 3. desember. 

Umsækjendur eru minntir á að nauðsynlegt er að skila staðgreiðsluyfirliti (ekki skattframtali) með umsókninni. Ef umsækjandi er í hjónabandi eða sambúð þarf einnig að skila fyrir maka. Hér má finna leiðbeiningar um það hvernig nálgast má staðgreiðsluyfirlit

Á heimasíðu sjóðsins segir að öllum umsóknum verður svarað. Ýmist verður haft samband í tölvupósti eða í síma. Athugið að ekki öllum umsóknum er svarað á sama tíma og ekki allir umsækjendur fá úthlutun á sama tíma.