SÍMEY langar að vekja athygli á vefnámskeiðinu Breyttu áskorunum í tækifæri þar sem enn eru nokkur sæti laus á það. Námskeiðið er tvö skipti, 9. og 16. febrúar. Námskeiðslýsingin er eftirfarandi:
Hér er um að ræða yfirgripsmikið 7 klst. vefnámskeið (auk 5 klst. heimavinnu) þar sem rithöfundurinn og markþjálfinn Ingvar Jónsson hjálpar þátttakendum að læra hvernig hægt er að horfast í augu við sjálfan(n) sig. Þátttakendur ættu að finna sinn innri styrk með þeim hætti að þeir uppskeri ríkulega þegar þeir fara að nýta betur þau tækifæri sem þeir vissu ekki að stæðu þeim til boða. Það eru tvær leiðir til að aðlagast breytingum og takast á við áskoranir; Þú getur sest niður og beðið eftir að aðrir gefi þér tækifæri eða ákveðið að skapa þín eigin. Þau lykilaðtriði sem tekin eru fyrir á námskeiðinu tengjast öll því hvernig hægt er að ná stjórn á aðstæðum í stað þess að láta stjórnast af aðstæðum, tilfinningum eða óumbeðnum skoðunum annarra.
Frekari upplýsingar og skráning með því að smella hér
Athugið að félagsmenn í Einingu-Iðju sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju.