SÍMEY langar að vekja athygli á fjórum vefnámskeiðum sem verða í boði í janúar og febrúar 2022. Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining-Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnir SÍMEY aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Námskeiðin fjögur eru:
- Að varða veginn fyrir þitt besta ár 19. og 26. janúar.
- Leiðbeinendur: Kristín Björk Gunnarsdóttir og Ingunn Helga Bjarnadóttir, markþjálfar
- Norðurljós - tungl og stjörnur – 2. febrúar.
- Leiðbeinandi: Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur, stjörnufræðikennari, vísindamiðlari og rithöfundur.
- Persónuleg fjármál – 8. febrúar.
- Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
- Heilaheilsa og þjálfun hugans – 16. og 23. febrúar
- Leiðbeinandi: Ólína G. Viðarsdóttir er með BA og kandidatspróf í sálfræði, auk þess að hafa lokið doktorsprófi í líf- og læknavísindum.
Fleiri námskeið eru í boði á vorönn, þau má sjá hér