Vaktavinna, lífsgæði og vellíðan

Í gær bauð Opinbera deild Einingar-Iðju upp á fyrirlestur sem bar nefnið Vaktavinna, lífsgæði og vellíðan. Þar fjallaði Helga Guðrún Erlingsdóttir, Hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrar, um áhrif vaktavinnu á heilsu, fjölskyldu- og félagsslíf, og skipulagningu vaktavinnu út frá vinnuverndarsjónarmiði. Fyrirlesturinn var bæði fróðlegur og skemmtilegur og urðu góðar umræður um málefnið.