Útvíkkaður formannafundur SGS

Í dag, 2. nóvember 2021, mun Starfsgreinasambandið halda formannafund í Reykjavík. Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi. Björn Snæbjörnsson formaður og Anna Júlíusdóttir varaformaður munu sitja fundinn fyrir hönd félagsins.

Á dagskrá fundarins er m.a. erindi frá hagfræðingum ASÍ um Efnahagsmál, kjarasamninga og velferð. Einnig verður farið yfir stöðuna í styttingu vinnuviku í vaktavinnu. Meginefni fundarins er undirbúningur fyrir kjarasamninganna framundan og kröfugerð SGS félaganna