Alþingi hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda. Enn fremur hefur Alþingi samþykkt lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir.
Á vef Vinnumálastofnunar má nálgast upplýsingar, m.a. vegna minnkaðs starfshlutfalls og greiðslur í sóttkví. Sjá nánar hér