Trúnaðarmenn á fundi í gær
Að ósk viðsemjenda var undirritun nýs kjarasamnings við ríkið frestað um eina viku en fyrirhugað var að ganga frá nýjum kjarasamningi í gær, 28. september. Ástæðan er sú að næstkomandi föstudag mun svonefndur Salek-hópur (fulltrúar stærstu heildarsamtaka á vinnumarkaði) funda og vill ríkið bíða eftir niðurstöðu þess fundar. Að sögn ríkisins hefur þessi frestun engar efnislegar breytingar í för með sér.
Viðræður um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin standa yfir og muni vonandi geta gengið hratt fyrir sig þegar niðurstaða í kjarasamningi við ríkið liggur fyrir.
Í gær hélt félagið fund með trúnaðarmönnum sem starfa hjá ríkinu og einnig með trúnaðarmönnum sem starfa hjá sveitarfélögunum, en þar fór Björn formaður félagsins yfir stöðuna í kjaraviðræðunum.