Undirbúningur kröfugerðar, fundað í Fjallabyggð í dag

Nú standa yfir undirbúningsfundir vegna kröfugerðar þar sem farið er yfir sérkröfur einstakra hópa. Í dag, miðvikudaginn 23. maí, verða tveir fundir í Fjallabyggð og hefjast þeir kl. 17:00 og kl. 20:00 á skrifstofu félagsins. Þetta er síðustu fundirnir í þessari fundaherferð félagsins sem hófst 7. maí sl. en með þeim verða þeir alls 31.

Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, segir að til þess að ná fram sem bestum upplýsingum um vilja félagsmanna Einingar-Iðju varðandi það hvað leggja beri áherslu á við gerð næstu kjarasamninga hefði verið ákveðið að fara í þessa fundaherferð. „Í könnun sem við lögðum fyrir félagsmenn í byrjun maí var spurt um almenn atriði í kröfugerðina en á þessum fundum er verið að ræða sérkröfur einstakra hópa eða vinnustaða. Þetta er aðferð sem við höfum notað áður, m.a. fyrir síðustu samninga og gaf það góða raun. Auðvitað er það þannig að fundirnir hafa verið misvel sóttir en góðir punktar hafa komið fram á þeim öllum sem mun nýtast samninganefnd félagsins í þeirri vinnu sem fram undan er hjá henni. Árangur í samningum byggist á því að menn standi saman, það gerist ekki með því að örfáir einstaklingar sjái um málið.“
Pólskur túlkur verður á staðnum.

23. maí Fjallabyggð – Salur félagsins

  • kl. 17-19 HSN og starfsmenn Fjallabyggðar
  • kl. 20-22 Aðrir félagsmenn

Þetta eru opnir fundir og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta á sinn fund. Verið dugleg við að hnippa í vinnufélagana og minnið þá á að mæta.

Sjáumst öll, tökum virkan þátt í kröfugerð félagsins.

Smelltu á myndina til að stækka hana