Nú standa yfir undirbúningsfundir vegna kröfugerðar þar sem farið er yfir sérkröfur einstakra hópa. Í dag, þriðjudaginn 22. maí, verða þrír fundir og hefjast þeir kl. 17:00 eða kl. 20:00. Í Hrísey verður fundur kl. 17 á veitingastaðnum Verbúðin en á Grenivík verða fundir kl. 17 og 20 á veitingastaðnum Kontórnum. Á morgun verða tveir fundir í Fjallabyggð, kl. 17 og 20.
Pólskur túlkur verður á staðnum.
22. maí Grenivík – Kontórinn
22. maí Hrísey – Verbúðin
23. maí Fjallabyggð – Salur félagsins
Þetta eru opnir fundir og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta á sinn fund. Verið dugleg við að hnippa í vinnufélagana og minnið þá á að mæta.
Sjáumst öll, tökum virkan þátt í kröfugerð félagsins.
Smelltu á myndina til að stækka hana