Lögum samkvæmt ber að gefa út viðræðuáætlanir í aðdraganda kjaraviðræðna og er búið að gefa út slíkar áætlanir fyrir nokkra samninga. Enn á eftir að gefa út viðræðuáætlun fyrir aðalkjarasamning og er það í ferli hjá ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið hefur skipt með sér verkum í kjaraviðræðum og skipa þau Björn Snæbjörnsson, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson samningaráð. Margir undirhópar eru að störfum, bæði vegna einstakra kafla í aðalkjarasamningi og einstaka samningum. Stóru samninganefndina skipa formenn allra aðildarfélaga SGS sem hafa veitt umboð til samningagerðar - alls 16 félög. Samninganefndin hittist næst mánudaginn 7. október til að fara yfir stöðuna eftir að fjárlagafrumvarpið var lagt fram.