Undirbúningur fyrir komandi kjarasamninga

Í gær hittust fulltrúar frá aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands á fundi í Reykjavík til að yfirfara kröfur SGS áður en formlegar viðræður hefjast við Samtök atvinnulífsins. Félagið átti þar fjóra fulltrúa og sagði einn þeirra, Anna Júlíusdóttir varaformaður Einingar-Iðju, að farið hafi verið yfir kröfugerðina í hópum eftir atvinnugreinum og að ljóst væri að mikil vinna væri framundan. 

Þó félagið hafi einunigs átt fjóra fulltrúa á fundinum í gær þá er Eining-Iðja búið að skipa eftirfarandi félagsmenn sem fulltrúa sína í komandi kjarasamningaviðræðum við SA. Í þessum samningum, eins og áður, hefur félagið kappkostað við að kalla til félagsmenn sem starfa í þeim greinum sem verið er að semja um. 

  • Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins og SGS, er í sjö manna viðræðunefnd gagnvart SA og gagnvart bændasamningum.
  • Tryggvi Jóhannsson er fyrir mötuneyti og ræsting.
  • Sólveig Auður Þorsteinsdóttir er fyrir Veitinga- og gistihúsasamninginn.
  • Gunnar Magnússon er fyrir byggingarstarfsmenn.
  • Ingvar Kristjánsson er fyrir bifreiðastjóra, hópferðarbílstjóra og tækjastjórnendur.
  • Anna Júlíusdóttir er fyrir fiskvinnsluna, fiskeldið og mötuneyti.
  • Eyrún Halla Eyjólfsdóttir er fyrir iðnverkafólk.
Einnig áskilur félagið sér rétt til að koma að fleira fólki í viðræðuhópana ef þurfa þykir.